Færsluflokkur: Menntun og skóli

Íslenskir fuglar

Hér eru glærur 


Tyrkjarán - leikrit

Hverjir finnst þér vera kostirnir við það að setja upp leikrit í tengslum við námsefni, í þessu tilviki Tyrkjaránið?

Telur þú þig læra námsefnið betur með því að setja upp leikrit?

Hverjir eru helstu gallarnir við að setja upp leikrit að þessu tagi?


Fyrirmæli um það sem á að vera á bloggsíðunni þinni

Þú átt að blogga um vinnu þína í eftirfarandi námsgreinum og setja inn viðeigandi verkefni.Segðu frá því sem þú varst að læra, hvað þú lærðir nýtt, hvernig vinnan gekk og hvað þér fannst um verkefnið og svo framvegis.

þú átt að segja frá í samfelldu máli, þetta á ekki að vera þurr upptalning. Athugaðu stafsetningu og málfar (notaðu púkann). Mundu stóran og lítinn staf og það er alltaf gott að fá einhvern annan til að lesa yfir. Þú getur notað myndir til að gera þetta áhugaverðara en þær verða að tengjast efninu.  þetta er skólablogg og þarf að vera stílhreint og læsilegt, engir broskallar.

Landafræði: Verkefni um tvö lönd annað sem power point glærur og hitt sem photo story myndband

Enska: Photo story myndband um Önnu Frank

Íslenska: Power point  glærur um Hallgrím Pétursson

Náttúrufræði: Power point glærur um fugla. Leiðbeiningar um þetta verkefni eru hér neðar á   síðunni

Stærðfræði: Okkur kennurunum þætti vænt um að heyra hvernig þér fannst að vera í hringekju í stærðfræði á föstudagsmorgnum í vetur. Hvað fannst þér jákvætt og hvað fannst þér neikvætt

Danska: Í dönsku hefur þú verið að vinna fjölbreytt verkefni. Bloggaðu um dönskunámið út frá punktunum hér að ofan


Gæluverkefni

Svaraðu þessum spurningum með heilum setningum. 

Hvernig finnst þér að hafa frjálsar hendur með val á heimaverkefni (Gæluverkefnið)? Rökstyddu svarið.Finnst þér betra eða verra að gera áætlun? ÚtskýrðuHvernig finnst þér að hafa heimaverkefni sem nær yfir svona langan tíma? ÚtskýrðuMeð hvað varstu ánægðastur/ánægðust með í Gæluverkefninu þínu?

Slideshare

Að setja Slideshare beint inn á blog.is

1. Opnaðu glæru á slideshare

2. Smelltu á glærurnar

3. Embed in your blog. Velja slóð í boxinu við hliðina, hægri smella og ýta á copy

4. Farðu aftur á blog.is

5. Opnaðu bloggfærsluna þína

6. Settu bendilinn á auða svæðið eða þar sem þú villt að glæran birtist

7.Smelltu á nota html ham. Þá kemur upp slóð, hafðu bendilinn aðeins neðar

8. Vistaðu (ctrl V) nú kemur heil hrúga upp

9. Vistaðu færslu


Að búa til movie maker myndband

Nú átt þú að búa til myndband í movie maker út frá ljóðinu Það mælti mín móðir sem Egill orti þegar hann var 7 ára.

Þú átt að túlka ljóðið með myndum og flytja það síðan. Þú þarft að vera búin að læra ljóðið utan að og æfa flutninginn áður en þú lest það inn á myndbandið.  Myndirnar þurfa að passa við það sem þú lest. 

1.Þú byrjar á því að finna myndir á google.is eða flickr.com. og vistar þær í möppu í my document.

2. Nú átt þú að hlusta á fyrirmæli um gerð movie maker. 

3. Að lokum talar þú inn á myndbandið eftir þeim fyrirmælum sem þú færð hjá kennara.

Gangi þér vel.



Íslenska

Nú átt þú að blogga um vinnu þína við gerð ritgerðar um hvali.

Þú átt að segja frá:

a) hvernig þú vannst verkefnið

b) hvað þú lærðir af gerð þessa verkefnis

C) hvaða erfiðleikar urðu á vegi þínum

d) hvernig þér tókst  að setja ritgerðina inná box.net 

e) annað

 

Mundu að allt sem fer á netið geta aðrir lesið og því skiptir máli að vanda orðaval og muna að láta púkann lesa yfir.

Það sem þú skrifar endurspeglar hver þú ert.

 

Þegar þú hefur bloggað um þessa þætti áttu að búa til tengil á ritgerðina þína sem er vistuð á box.net


Youtube fyrirmæli

Nú er komið að því að búa til aðgang að youtube og setja inn myndbandsverkefni (movie maker). Smelltu hér og farðu eftir fyrirmælunum. Gangi þér vel og mundu að æfingin skapar meistarann.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband